Windows/Mac/Linux: Nýjasta útgáfan af Android stýrikerfinu, Ice Cream Sandwich (eða Android 4.0) kom út fyrir rúmum mánuði við mikinn fögnuð Android aðdáenda. Þó eru einhverjir meðal vor sem hafa einskæran áhuga á því að prófa Android stýrikerfi, en eiga ekkert Android tæki. Nú er komin hentug lausn, en með sýndarvélaforritinu VirtualBox þá geturðu sett upp Android 4.0 á tölvunni þinni.
Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun…
Mac/iOS: Margir sem hafa nú nýtt sér skýþjónustuna iCloud frá Apple hafa tekið eftir því að dagatöl sem þeir voru áskrifendur að birtast ekki lengur jafnt á tölvu og iPhone símum eða öðrum iOS tækjum. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum þá ætti að vera hægt að fá þau til að virka á ný.
Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé…
Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.
iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.
iOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í…
Jailbreak: Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.