Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).
Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

Fráþví 8. apríl síðastliðinn, þá er hægt að opna (einnig oft talað um þetta sem aflæsingu) iPhone síma sem eru læstir á símkerfi AT&T í Bandaríkjunum.
