Nú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).
Þangað til iOS 6 kom út, þá tóku allir iPhone eigendur því sem sjálfsögðum hlut að hafa Google Maps forrit á símanum. Það er því skemmtilegt að segja frá því að litlu munaði að forritið hefði ekki komið á iPhone, þegar hann kynntur til sögunnar árið 2007.
Facebook hefur gefið fyrirmæli um að starfsmenn fyrirtækisins eigi helst að nota Android síma frekar en iPhone. Sumir starfsmenn hafa jafnvel beinlínis fengið fyrirmæli um að þeir eigi að nota Android síma. En af hverju?
Þessa ályktun má draga af því að innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (US Immigration & Customs Enforcement) mun núna gera breytingar á kerfinu sínu, þannig að 17.600 starfsmenn stofnunarinnar muni nota iPhone í staðinn fyrir BlackBerry frá Research In Motion (RIM).
Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins The Verge.
Petr Bobek, vörustjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tékklandi. Áætlaður útgáfudagur Office pakkans er fyrir mars 2013. Sérstök fyrirtækjaútgáfa af Office pakkanum mun svo koma út í desember 2013.
Listinn okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var birtur. Nýverið fengum við nokkrar fyrirspurnir frá eigendum Android tækja sem óskuðu eftir svipuðum pósti fyrir tækin sín, Hér að neðan má því sjá 50 Android forrit sem við teljum að þú eigir ekki að láta framhjá þér fara.
Listinn er ekki tæmandi, þannig að ekki hika við að skjóta því að okkur í ummælum eða pósti ef okkur yfirsást eitthvað forrit.
Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.
Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.
Eins og við greindum frá fyrr í vikunni þá er iPhone 5 hraðasti snjallsími heims um þessar mundir.
Í eftirfarandi myndbandi má sjá samanburð á símunum tveimur hlið við hlið
Samfélagsmiðillinn Pinterest er sífellt að bæta við sig notendum, en í janúar á þessu ári fór Pinterest yfir 10 milljóna múrinn, og náði þeim notendafjölda hraðar heldur en nokkur annar samfélagsmiðill í sögunni.
Líklegt þykir að notendum muni fjölga enn frekar í ljósi þess að fyrirtækið sendi nýverið frá sér forrit fyrir Android og iPad (iPhone forritið kom út í mars 2011).
Margmiðlunarforritið XBMC, sem hefur oft verið til umfjöllunar á síðunni er væntanlegt á Android innan tíðar.
Greint var frá þessu fyrir stuttu á XBMC blogginu, þar sem sagt var að XBMC kæmi í Google Play búðina innan tíðar. Hægt verður að keyra forritið á Android spjaldtölvum, símum og margmiðlunarspilurum sem keyra Android.