fbpx
Tag

App Store

Browsing

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.

ThinPicThinPic fyrir iOS er ansi sniðugt forrit, en með notkun forritsins þá geturðu minnkað skráarstærð myndanna þinna um allt að 70% án þess að myndgæðin versni.

Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).