Þeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.
Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.
Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.



Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins
Ef maður ætti að nefna tvennt sem iOS 6 notendur kvarta mest undan, þá er það annars vegar Apple Maps, og hins vegar sú staðreynd að App Store er hægari hjá flestum heldur en hún var í eldri útgáfum af iOS.

Ein umdeildasta breytingin í iOS 6 er Apple Maps, arftaki Google Maps sem var eitt af stöðluðum forritum í öllum keyptum iPhone sínum þangað til iPhone 5 leit dagsins ljós.
Mac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

