Fyrir skömmu síðan greindi DV frá því að sumir iPhone 5 eigendur gætu fengið nýja rafhlöðu í símann, að því gefnu að viss skilyrði séu uppfyllt, þ.e. að raðnúmer símans gefi til kynna að síminn hafi verið framleiddur á vissu tímabili.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur nú selt yfir 500 milljón eintök af hinum vinsæla iPhone snjallsíma.
Apple hefur gefið út iOS 6.1.4, sem er lítil uppfærsla fyrir iPhone 5.
Okkur berast reglulega fyrirspurnir varðandi hátt verðlag á iPhone hérlendis, sem eru oftast eitthvað á þessa leið:
[pl_blockquote cite=“Reiður lesandi“]Hvaða rugl er það að iPhone kosti 83 þúsund krónur í Boston en 150 þúsund kall á Íslandi? Þetta er bara hreinasta okur![/pl_blockquote]
Rannsóknarstofa Einstein.is hélt því í mikla sannleiksleit, til að leita skýringa á iPhone verðlagi hérlendis.
Þegar Apple kynnti iPhone 4S fyrir rúmu ári síðan, þá fylgdi það sögunni að símann væri hægt að nota út um gjörvallan heim. Neytendur gátu þannig keypt símann hvar sem er í heiminum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af stuðningi við símafyrirtækin í föðurlandinu. Af þessu leiddi að íslenskir ferðamenn gátu sparað sér þó nokkra túskildinga þegar hægt var að kaupa ólæstir iPhone símar komu í almenna sölu í Apple Store á $649 og upp úr.
Það sama er ekki uppi á teningnum með iPhone 5. iPhone 5 er að vissu leyti hægt að nota út um allan heim sem eðlilegt símtæki og 2G/3G farnet. Málið vandast þegar talið berst að LTE (eða 4G) háhraðafarneti.
iOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.
Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.
Eigendur iPhone 5 og iPad mini sem eru með Settings á fyrsta eða öðru skjáborði hafa eflaust tekið eftir því að uppfærsla er komin fyrir tækin þeirra.
Bandaríska tímaritið TIME er að gera upp árið, og hluti af því er að taka saman lista yfir helstu græjurnar sem komu út á árinu.
Græja ársins að mati tímaritsins er iPhone 5, en leikjatölvan Nintento Wii U fékk silfurverðlaunin og Cyber-shot RX100 myndavélin frá Sony bronsið.
Ef þú kaupir iPhone 5, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, þá þarf símafyrirtækið sem þú ert hjá að standast kröfur sem Apple setur varðandi LTE þjónustu.
Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.
Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.
Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.
Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.