Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.
Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.





iPhone: Ef þú og maki þinn eruð í sitt hvoru landinu og viljið sýna senda „þumlakossa“, einlæg skilaboð eða teikna væmnar myndir til að senda ykkar á milli, þá gæti ykkur þótt gaman að prófa forritið Pair.
Fyrirtækið Já hefur gefið út forritið Stjörnur.is fyrir iPhone og Android, og byggir á samnefndum vef.
Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Instagram fyrir iOS fékk uppfærslu í gær og styður nú iOS 6 og nýtir nú einnig skjástærð iPhone 5 til fullnustu.
Flestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.