fbpx
Tag

iPhone forrit

Browsing

readmill-iphone3
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.

Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).

ThinPicThinPic fyrir iOS er ansi sniðugt forrit, en með notkun forritsins þá geturðu minnkað skráarstærð myndanna þinna um allt að 70% án þess að myndgæðin versni.

Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.

RemoteÍ gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.

Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.

Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.

Temple Run 2 - Gameplay

Framhald af hinum vinsæla Temple Run frá Imagi Studios er kominn í App Store fyrir iPhone, iPad og iPod touch.

Tilgangur leiksins er sá sami, þ.e. að hlaupa undan skrímslinu sem reynir að ná þér og safna pening í leiðinni. Hljómar ekki spennandi, en leikurinn er tilvalinn til að láta nokkrar mínútur líða eins og sekúndur ef röðin í bankanum er aðeins of löng fyrir þinn smekk.