
Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.
YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit.
Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.
Í dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.
iOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.

Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.

iOS: Þeir sem hafa hlustað á Kanye West (eða hip-hop almennt) undanfarin ár þekkja eflaust Auto-Tune tæknina, en hún lagfærir rödd söngvarans þannig að hún hljómi í réttri tóntegund. Tæknin er þó ekki svo öflug að Auto-Tune sé beitt án ummerkja, en í flestum tilvikum þá fer það ekki á milli mála þegar hlustað er á flutning söngvara hvort Auto-Tune hafi verið beitt eða ekki.


Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.