fbpx
Tag

iPhone forrit

Browsing

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Pair forrit iPhone: Ef þú og maki þinn eruð í sitt hvoru landinu og viljið sýna senda „þumlakossa“, einlæg skilaboð eða teikna væmnar myndir til að senda ykkar á milli, þá gæti ykkur þótt gaman að prófa forritið Pair.

Forritið er þannig úr garði gert að einungis er hægt að senda einum aðila skilaboð, þannig að þú munt aldrei lenda í því að ætla að senda bróður þínum teiknaða mynd af hjarta sem þú ætlaðir að senda þinni heittelskuðu.

Riff logoReykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.

Box - iPhone 5 - BoxSync

Box (sem hét áður Box.net) forritið hefur verið uppfært og styður nú iPhone 5. Til að fagna þeim áfanga þá hefur hið ágæta fólk hjá Box ákveðið að bjóða upp á 10GB af plássi fyrir nýja notendur (eða gamla notendur með minna en 10GB af plássi).

Margir eru um hituna þegar geymsla gagna í skýinu er annars vegar. Dropbox, iCloud, SugarSync, SkyDrive, Google Drive og Box eru helstu aðilarnir í þessum bransa, og fyrirtækin eru sífellt að reyna að laða til sín notendur frá samkeppnisaðilum sínum.

Splashtop Remote - iPad forrit - iPhone forritFlestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.

Hvort sem þú þarft að gera lítillegar breytingar í Microsoft Word, Excel eða PowerPoint eða eitthvað annars sem krefst þess að þú farir í tölvuna, þá er Splashtop Remote forrit sem þú ættir að skoða.