fbpx
Tag

iPhone

Browsing

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.

iPhone 5 - auglýsing

Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.

Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.

Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.

Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

Læstur iPhoneEigendur iPhone síma heyra oft hugtökin „læstur, opinn/ólæstur, aflæstur (einkum þegar þeir eru á höttunum eftir notuðum síma) en eru gjarnan í vafa um hvort síminn sé:

  • Opinn fyrir öll símkerfi frá framleiðanda,
  • Aflæstur með hjálp hugbúnaðs (einkum iPhone 3G og 3GS) eða
  • Aflæstur með sérstökum SIM kortabökkum (4 og 4S)

Ef þú ert ekki viss um í hvaða flokk iPhone síminn þinn fellur hér fyrir ofan þá er til vefsíða sem leyfir þér að kanna hvort síminn sé „opinn frá framleiðanda“ (e. factory unlocked) eða ekki.

Pair forrit iPhone: Ef þú og maki þinn eruð í sitt hvoru landinu og viljið sýna senda „þumlakossa“, einlæg skilaboð eða teikna væmnar myndir til að senda ykkar á milli, þá gæti ykkur þótt gaman að prófa forritið Pair.

Forritið er þannig úr garði gert að einungis er hægt að senda einum aðila skilaboð, þannig að þú munt aldrei lenda í því að ætla að senda bróður þínum teiknaða mynd af hjarta sem þú ætlaðir að senda þinni heittelskuðu.

iPhone 5 - thumbnailBandaríkin eru án nokkurs vafa einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem vilja taka smá pásu frá hversdagsleikanum og sjá hversu mikið álag segulröndin á kreditkortinu þolir.

Þessir sömu ferðalangar hafa oft hug á því að kaupa einhver ákveðin raftæki, og nýta sér ódýrt verðlag í Bandaríkjunum, og iPhone símar eru þar engin undantekning. Mörgum þykir þó verðlag á iPhone símum vera heldur ruglingslegt, og ætlun okkar er að skýra betur hvar og hvernig þú getur keypt iPhone síma í Bandaríkjunum.

Riff logoReykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.

Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.

iPhone 5

Hvernig líst þér á iPhone 5? Ætlarðu að fá þér iPhone 5? Af hverju? Af hverju ekki?

Þessar spurningar hafa margir heyrt eða spurt síðustu daga, því iPhone 5 er heitasta varan í heiminum um þessar mundir.

Fyrirtækið AYTM Research gerði markaðsrannsókn í samvinnu við vefmiðilinn Mashable, þar sem viðfangsefnið var staða snjallsímamarkaðarins í lok þessa árs. Niðurstaðan var þessi skýringarmynd sem birt er hér að neðan.