fbpx
Tag

iPhone

Browsing

Vefsíða vikunar - Audiko.net

Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.

Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

iPhone 5

Bandaríska tímaritið TIME er að gera upp árið, og hluti af því er að taka saman lista yfir helstu græjurnar sem komu út á árinu.

Græja ársins að mati tímaritsins er iPhone 5, en leikjatölvan Nintento Wii U fékk silfurverðlaunin og Cyber-shot RX100 myndavélin frá Sony bronsið.

iPhone 5 unlocked

Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.

Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.