fbpx
Tag

iPhone

Browsing

Splashtop Remote - iPad forrit - iPhone forritFlestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.

Hvort sem þú þarft að gera lítillegar breytingar í Microsoft Word, Excel eða PowerPoint eða eitthvað annars sem krefst þess að þú farir í tölvuna, þá er Splashtop Remote forrit sem þú ættir að skoða.

Airrprint - EinsteinMac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.

Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

iphone5-gallery1-zoomMargir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.

Sérstakt YouTube forrit komið

Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.

YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit.