fbpx
Tag

Jailbreak

Browsing

Rétt eins og það er komið untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1, þá er það nú líka komið fyrir Apple TV 4.4.4. Við mælum því með því ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2 og vilt spegla tækið með Airplay Mirroring.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan má sjá hvernig Airplay Mirroring virkar í framkvæmd, þannig að þú getur tekið ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig, og í leiðinni hvort þú viljir uppfæra úr 4.3 yfir í 4.4.

Apple TV 2Eins og áður hefur verið greint frá, þá er útgáfa 4.4.4 komin út fyrir Apple TV, sem býður m.a. upp á AirMirroring og Photo Stream í iOS 5, texta með sumu myndefni í Netflix og fleira.

Þá er jailbreak fyrir Apple TV komið fyrir 4.4.4, en það er einungis tethered, þannig að ef maður þarf að endurræsa Apple TV eða taka hann úr sambandi (sem getur gerst) þá þarf maður að ræsa hann með hjálp tölvu.

Cydia

Áhugamenn um jailbreak ættu að taka gleði sína á ný, því fyrr í dag kom untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1. Pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni í byrjun nóvember að hann væri búinn að finna villu í iOS5, þannig að hann hægt væri að framkvæma untethered jailbreak á iOS 5.0.1. Tæpum tveimur mánuðum síðar er jailbreak-ið komið út, eftir þrotlausa vinnu frá bæði iPhone Dev-Team og Chronic Dev-Team.

Jailbreak-ið virkar fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5 að frátöldum iPhone 4S og iPad 2.

CydiaiOS 5 og Jailbreak: Ef þú ert með iOS 5 uppsett á þínum iPhone, iPad eða eða iPod Touch, þá veistu mögulega að innbyggður stuðningur við Twitter fylgir stýrikerfinu.

Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.

Mac OS X LionHosts skráin er öflugt tól, og með henni er m.a. hægt að loka á tengingu tölvunnar þinnar við ákveðnar síður. Þetta hefur verið mikið notað af þeim sem jailbreak-a iOS tæki, þannig að Hosts skránni er breytt og lokað er á tengingu við vefþjóna Apple.

Gallinn er hins vegar sá, að ef þú hefur áður jailbreak-að iPhone eða iPad þá má vera að Hosts skráin geymir færslur, sem valda því að ekki er hægt að uppfæra tækin lengur, heldur gefi þér villuboð. Til að unnt sé að eða gera clean restore á áðurnefndum tækjum þá þarf að fjarlægja þessar færslur.

Ef þú vilt breyta Hosts skránni í Mac, hvort sem það er til að hjálpa þér við jailbreak eða af öðrum ástæðum þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

iPhone

Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.

Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.

iPhone Dev-Team, sem eru meistararnir á bak við redsn0w, Pwnage Tool og ultrasn0w, sem gerir fólki kleift að jailbreak-a og aflæsa iPhone símum sínum, eru nú ekki langt frá því að vera komnir með aflæsingu fyrir iPhone 4S símann, sem Apple hóf sölu á fyrir út fyrir tæpum 2 mánuðum síðan.

iPhoneiPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.