fbpx
Tag

Leiðarvísir

Browsing

Margir hafa beðið eftir jailbreak-i fyrir Apple TV 5.0 með mikilli eftirvæntingu eftir að jailbreak fyrir Apple TV 5.0 myndi koma, einkum svo hægt sé að setja upp forritið forritið XBMC. Til allrar hamingju þá er biðinni lokið.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.0:

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

HardlyWork.in

Ef maður á að vera að vinna eða læra í tölvunni þá getur verið frekar vandræðalegt þegar einhver labbar framhjá skjánum manns og maður hangir á Facebook.

Vefsíðan HardlyWork.in, sem fór í loftið í lok júní, bjargar manni í þessum aðstæðum, því hún tekur allt sem er að gerast á Facebook hjá manni og birtir það í formi Excel skjals. Það gerir manni auðvelt um vik að skoða Facebook án þess að fólk gruni að maður sé að taka. Athugið þó að vefsíðan birtir einungis það sem er að gerast á Facebook, þannig að ef maður vill skrifa ummæli við tengil, stöðuuppfærslu eða mynd þá þarf maður samt sem áður að fara á Facebook til að gera það.