fbpx
Tag

Mac

Browsing

Macbook Pro Retina

Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.

Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.

Firefox 19

Nítjanda opinbera útgáfan af Firefox vafranum frá Firefox kemur út í dag, aðeins mánuði eftir útgáfu Firefox 18 (Firefox liðar greinilega sólgnir í aðra köku frá Microsoft).

Forritið kemur með innbyggðum stuðningi við PDF skjöl, þannig að ekki er lengur þörf á sérstökum viðbótum (e. add-ons) til að lesa þau í vafranum.

Skype

Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.

Macbook Pro Retina

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple sendi fréttatilkynningu frá sér í gær, þar sem uppfærð útgáfa af Macbook Pro Retina var kynnt til sögunnar.

Í fréttatilkynningunni segir að dýrari gerðir tölvunnar fá aðeins hraðari örgjörva (þ.e. 2,6 GHz í staðinn fyrir 2,5 GHz), auk þess sem tölvan mun lækka í verði.

Mac Pro

Mac Pro borðtölvan frá Apple mun fara af Evrópumarkaði frá og með 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir brotthvarfi tölvunnar er ekki vegna óvinsælda hennar, heldur vegna þess að tölvan uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar frá Evrópusambandinu sem tekur gildi eftir tæpan mánuð.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.

Tímaþjófar

Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.

Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit  aðstoðað þig.

Pixelmator

Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.

Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81