fbpx
Tag

Mac

Browsing

Airrprint - EinsteinMac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.

Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

Mac Mountain LionApple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.

Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.

Mac OS X LionMac: Resume er ein af helstu nýjungum í Mac OS X Lion (eða Mac OS X 10.7). Í fullkomnum heimi þá virkar Resume þannig að þú ert að vinna í skjali, getur slökkt á tölvunni, kveikt á henni 1-100 dögum síðar og þá opnast forritið og skjalið í sama ástandi og þegar þú skildir síðast við tölvuna.

Mac OS X LionHefur þú slökkt á tölvunni þinni með því að halda Power takkanum inni í dágóðan tíma? Þrátt fyrir að þú hafir gert þetta án þess að skaði hafi hlotist af aðgerðinni, þá er mælt með því að temja sér vönduð vinnubrögð og slökkvi á tölvunni með réttum ætti, því annars gæti t.d. mikilvægt skjal hlotið einhvern skaða (og það viljum við ekki).

Hægt er að að slökkva, endurræsa eða setja Mac tölvuna í svefn með tvennum hætti án nokkurra aukaforrita.