fbpx
Tag

Mac

Browsing

RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).

QuicksilverWindows/Mac/Linux: Ef þú hefur átt tölvu í meira en mánuð þá er Start Menu mögulega orðinn svo sneisafullur af drasli að þú ert 8-10 sekúndur að finna og opna forrit (sama á við um Mac notendur, nema Dock í stað Start Menu). Með því að ná í eitt lítið forrit, þá geturðu hagað málum þannig að með einum flýtivísi á lyklaborðinu (e. keyboard shortcut) þá geturðu opnað hvaða forrit sem er á svipstundu. Þú getur keyrt mörg þessara forrita saman, en þó mælum við með því að notendur velji eitt þeirra og haldi sig við það.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.

VLC getur nú spilað YouTube myndböndWindows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.