fbpx
Tag

Mac

Browsing

http://youtu.be/UjgeG_fbxus Forritasíðan MacUpdate gefur út forritapakka reglulega á stórlækkuðu verði. Að þessu sinni inniheldur pakkinn 11 forrit sem kosta samtals tæplega $377.79 eða tæplega 48 þúsund krónur miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Með því að ýta á meira má sjá forritin sem um eru í pakkanum, ásamt upprunalegu verði þeirra:

Speglaðu iOS skjá yfir á Mac tölvu með Reflection

Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu Axonic, sem sprautar sterum í klemmuspjald (e. clipboard) notandans, og sparar manni marga músarsmelli og skipti á milli forrita (klemmuspjald er staðurinn sem texti, myndir eða önnur gögn vistast, þegar þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C (eða Edit > Copy) í forritum).

Ef maður ætti að lýsa Click.to í örstuttu máli, þá er hljóðar hún þannig að ef þú notar Click.to þá þarftu einungis að afrita efni, en aldrei að líma það. Ctrl+V / Cmd+V er því flýtivísir (e. shortcut) sem þú munt ekki þurfa að nota lengur (nema í undantekningartilvikum til að afrita skrár á á harða disknum þínum).

Þeir sem lenda í því að Finder á Mac frýs í skráarflutningi eða einhverju öðru, telja sig oft ekki eiga neinna kosta völ en að endurræsa tölvuna eins og hún leggur sig. Það getur verið heldur hvimleitt að þurfa að gera það, sér í lagi þegar maður er kannski að vinna í mörgum forritum í einu. Hér kemur ráð sem sparar manni endurræsingu tölvunnar.

Windows: Ef þú átt annaðhvort Windows tölvu og Mac lyklaborð, eða Mac tölvu og keyrir Windows líka á henni með BootCamp eða öðrum leiðum, þá getur verið að þú kannist við það vandamál að F1-F12 takkarnir virki ekki sem skyldi í Windows.

Apple Wireless Keyboard Helper er bót á máli, en þetta litla forrit gefur manni PrintScreen takka á Apple lyklaborði í Windows, iTunes stjórnun og fleira.