FIFA er meðal vinsælustu leikja ár hvert á PlayStation og Xbox, og því er það okkur sönn ánægja að færa þær gleðifréttir að demo fyrir FIFA 15 er komið í PSN búðina.
Ný uppfærsla kom fyrir PlayStation 3 tölvur, sem gerir notendum kleift að nota DualShock 4 fjarstýringar þráðlaust við spilun leikja.
Japanska tæknifyrirtækið Sony kynnti í gær nýja útgáfu af PlayStation leikjatölvunni, sem mun halda í gamlar hefðir og heita PlayStation 4. Greint var frá þessu á kynningu fyrirtækisins sem fram fór í New York í gær.
Í gær kom 4.0 fastbúnaðaruppfærsla (e. firmware) af stýrikerfinu sem PlayStation 3 keyrir. Uppfærslan er liður í undirbúningi útgáfu á PlayStation Vita, arftaka PlayStation Portable handleikjatölvunnar.
Markmiðið með uppfærslunni er að gera PS3 að nokkurs konar miðstöð tónlistar og myndefnis, sem getur þá miðlað efni yfir á PS Vita.
Einnig verður hægt að:
Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).
Athugið!
Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.
Það hafa margir lent í því að tengja PS3 við annað sjónvarp og fá þá enga mynd á skjáinn. Vandinn er þá oftast sá að tölvan var tengd við fyrra sjónvarp með HDMI og það síðara með SCART. Oft þegar maður áttar sig á vandanum þá er skaðinn skeður, þannig að ekki er hægt að fara í Settings og breyta myndútganginum. Sem betur fer þá er einföld lausn til við þessu.
Að neðan má sjá leiðbeiningar svo þú getir stofnað bandarískan PSN reikning. Hentugt er að vera með slíkan reikning svo þú getir getir nýtt þér þjónustur á borð við Netflix, Hulu Plus, Vudu Movies og Pandora í PlayStation 3. Hér er einmitt leiðarvísir um hvernig þú notar Netflix í PS3.
Einnig er almennt ágætt að vera með einn bandarískan PSN reikning (og einn breskan), því oft er úrval leikja í PlayStation Store mismunandi eftir því hvar notendur eru skráðir. Í sumum leikjum er líka nauðsynlegt að vera með breskan eða bandarískan reikning, og svo ég nefni dæmi, að þá er ekki hægt að spila á netinu í gegnum íslenskan PSN reikning í leikjum frá EA Sports.