Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú að Apple gaf út nýja útgáfu af iOS sem sniðið er að Apple TV, og hætti í kjölfarið að votta uppsetningu á eldri útgáfum af stýrikerfinu. Mac notendur geta nú framkvæmt jailbreak á Apple TV með útgáfu 5.2.1 (Windows útgáfa er væntanleg).
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.
Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.2.1: