
Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú að Apple gaf út nýja útgáfu af iOS sem sniðið er að Apple TV, og hætti í kjölfarið að votta uppsetningu á eldri útgáfum af stýrikerfinu. Mac notendur geta nú framkvæmt jailbreak á Apple TV með útgáfu 5.2.1 (Windows útgáfa er væntanleg).
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.
Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.2.1:

Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.
Eins og áður hefur verið greint frá, þá er