fbpx
Author

Sverrir

Browsing

Sjónvarpsrisann Home Box Office, eða HBO, þarf varla að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki, en stöðin hefur lengi verið þekkt fyrir vandaða þáttagerð, og hefur m.a. sent frá sér þættina Sex and The City, The Wire, Rome, The Sopranos ásamt mörgum öðrum gæðaseríum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þið getið notað HBO Nordic á Íslandi, og fengið aðgang að úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda fyrir hóflegt mánaðargjald.

Ofurskálin (Superbowl) er á döfinni, og það sem flestir hafa áhuga á fyrir utan sjálfan leikinn eru auglýsingarnar, enda er um eftirsóttasta auglýsingatíma í Bandaríkjunum að ræða.

Ef þú vilt horfa á Superbowl á bandarískri sjónvarpsstöð í byrjun febrúar, þá getur þjónustan USTVNow komið að góðum notum, en hún  gerir notendum kleift að horfa á sex amerískar sjónvarpsstöðvar ókeypis, eða 28 stöðvar gegn (reyndar nokkuð háu) mánaðargjaldi.

Airport Extreme

Frá því leiðarvísir okkar um hvernig maður notar Airport Extreme með ljósleiðara var birtur þá hefur hann verið lesinn tæplega fimm þúsund sinnum, sem sýnir að áhugi Íslendinga á þessum öfluga tæki er meiri en marga hefði grunað.

Leiðarvísirinn fagnaði tveggja ára afmæli sínu nýverið, og því fannst okkur tímabært að búa til nýjan leiðarvísi, sem miðast við uppsetningu með Airport Utility 6.x.

Nú er Netflix á Fróni

Undanfarna daga hefur streymiveitan Netflix verið mikið í umræðunni hérlendis, einkum og sér í lagi eftir að fjarskiptafyrirtækið Tal fór að bjóða upp á lúxusnetið (sem fyrirtækið auglýsir m.a. á þessum vef). Þessi deila er nokkuð einkennileg, og að mörgu leyti skemmtileg.

InstagramSamfélagsmiðilinn Instagram hefur notið mikilla vinsælda, og fyrir skömmu greindum við frá því að 90 milljón virkir notendur væru að nota þjónustuna. Þrátt fyrir það hefur samfélagsmiðillinn þurft að þola ansi mikla gagnrýni allt frá því að Facebook keypti fyrirtækið á einn milljarð dollara fyrir tæpu ári síðan.

Þegar kynnti Instagram fyrirhugaðar breytingar á friðhelgisskilmálum sínum (sem þeir drógu svo til baka) þá loguðu netheimar. Margir flúðu Instagram og leituðu annað (t.d. yfir á Flickr.

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.