fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Epli - SkemaSkema og  Epli hafa gengið til samstarfs sem miðar að því að þróa námsefni og aðferðafræði fyrir notkun iPad spjaldtölva í kennslu sem sniðið er að þörfum grunn- og framhaldskólanema. Samningur þess efnis var undirritaður af fulltrúum fyrirtækjanna nýlega.

Spotify logo

Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.

Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.

Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Facebook - iOSFacebook fyrir iOS fékk uppfærslu í gær, og er nú komið í útgáfu 6.0.

Forritið tekur dálítið mið af Facebook Home viðmótinu sem fyrirtækið kynnti um daginn, en nú geta notendur haft svokallaða Chat Heads sýnilega þegar þeir spjalla við vini sína á Facebook, þannig að minni líkur eru á að einstaklingar gleymi að kveðja áður en þeir skilja við snjallsímann og halda á vit ævintýranna.