Áhyggjuefni margra nýrra Mac fartölvueigenda er vöntun á Delete hnappinum (sem eyðir til hægri en ekki vinstri) sem er almennt til staðar á PC tölvum.
Bandaríska tæknifyrirækið Microsoft og flatbökukeðjan Pizza Hut hafa tekið höndum saman, en Xbox 360 geta nú pantað sér pizzu frá fyrirtækinu beint úr Xbox Live.
Bandaríska myndveitan Netflix greindi frá því í gær að fyrirtækið væri með 29,17 milljón áskrifendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er því með fleiri áskrifendur en sjónvarpsstöðin HBO, sem er með 28,7 milljón áskrifendur
Skema og Epli hafa gengið til samstarfs sem miðar að því að þróa námsefni og aðferðafræði fyrir notkun iPad spjaldtölva í kennslu sem sniðið er að þörfum grunn- og framhaldskólanema. Samningur þess efnis var undirritaður af fulltrúum fyrirtækjanna nýlega.
iPhone Dev-Team hefur sent frá sér nýja útgáfu af RedSn0w, sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á tækjum sínum og auka þannig möguleika tækjanna. Redsn0w 0.9.15b3 kemur með stuðningi fyrir iOS 6.1.3
Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.
Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.
Stundum er maður í þeirri stöðu að vilja senda vini eða ættingja einhverja skrá, sem er ýmist of stór fyrir tölvupóst, eða þá að forðast að senda skrána í gegnum vefþjóna samskiptaforrita þannig að niðurhal skrárinnar teljist sem erlent niðurhal.
Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.
Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins. Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.
Grínveitan Funny or Die hefur sent frá sér kvikmyndina iSteve, sem fjallar um forstjórann og frumkvöðulinn Steve Jobs á léttúðlegum nótum.
Sprota- og hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun bráðum bjóða íslenskum Apple TV eigendum upp á nýja og byltingarkennda leið til að horfa á íslenskt sjónvarp.
Facebook fyrir iOS fékk uppfærslu í gær, og er nú komið í útgáfu 6.0.
Forritið tekur dálítið mið af Facebook Home viðmótinu sem fyrirtækið kynnti um daginn, en nú geta notendur haft svokallaða Chat Heads sýnilega þegar þeir spjalla við vini sína á Facebook, þannig að minni líkur eru á að einstaklingar gleymi að kveðja áður en þeir skilja við snjallsímann og halda á vit ævintýranna.