Þótt iPhone 5 sé tiltölulega nýkominn á markað, þá eru fréttir þegar farnir að berast af næstu kynslóð af iPhone, sem talið er að verði kynntur í júnímánuði þessa árs.
Jailbreak: Margir sem hafa framkvæmt jailbreak á iOS tækjum sínum hafa sett upp forritið Installous frá Hackulous, sem gerir notendum kleift að sækja App Store forrit án þess að greiða fyrir þau. Hackulous hefur nú gefið það út að þeir séu hættir með Installous.
Þessar fregnir hafa vkið mikla kátínu hjá iOS forriturum út um allan heim, sem hafa geta rakið tekjutap til notkunar á Installous.
Síðasta vefsíða vikunnar á þessu herrans ári 2012 er ListenToYouTube.
ListenToYouTube gerir notendum kleift að slá inn vefslóðir YouTube myndbanda, og vefsíðan tekur svo hljóðið úr viðkomandi myndbandi og gefur þér kost á að sækja hann sem mp3 skrá.
Ef þú átt fyrsta Apple TV spilarann frá Apple, þá hefurðu ef til vill ráfað hingað inn og farið með skeifu vegna þess að enginn jaibreak leiðarvísir er til fyrir fyrsta Apple TV spilarann. Nú er kominn tími á að við bætum úr því. Því skaltu lesa áfram ef þú vilt framkvæma jailbreak á fyrstu kynslóð af Apple TV.
Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).
Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.
Ef þú varst að uppfæra í nýjan iPhone og vilt losa þig við gamla gripinn sem hefur fylgt þér hvert fótmál síðustu mánuði eða ár, þá mælum við eindregið með því að þú núllstillir símann áður en þú selur eða gefur hann.
Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.
Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).
Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.
Hefur þú lent í því að vera að horfa á Netflix mynd frammi í stofu og svo koma börnin fram, vilja horfa á barnaefnið og reka þig inn í herbergi til að klára kvikmyndina?
Nei, ekki við heldur, en ef slík tilvik koma upp þá ertu síður en svo illa staddur vegna þess að þú getur gripið snallsímann, spjaldtölvuna eða fartölvuna þína og haldið áfram að horfa á myndina inni í herbergi.
Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.
Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.
Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.
Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.
Nú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).