fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Apple kynnir nýjan iPad

Sérfræðingar hjá UBM TechInsights gefa til kynna að varahlutir í 3. kynslóðar iPad með 4G gagnaflutningsneti og 16GB geymslumagni kosti $310, eða rúmar 39.000 kr. miðað við núverandi gengi. Þetta er aðeins hærra en forverar þeirra, en talið er að framleiðslukostnaður 1. kynslóðar af iPad með sama geymslumagni og 3G neti hafi verið $270, og $276 fyrir iPad 2.

Apple leyfði nokkrum af stærstu vefmiðlum Bandaríkjanna að fá forskot á sæluna og skoða 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, en bannaði þeim að birta umfjallanir sínar um iPadin fyrr en í dag. Joshua Topolsky hjá The Verge, dóttursíðu Engadget, leit á gripinn og sagði skoðun sína á honum.

Sparrow iPhone

Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.

http://youtu.be/UjgeG_fbxus Forritasíðan MacUpdate gefur út forritapakka reglulega á stórlækkuðu verði. Að þessu sinni inniheldur pakkinn 11 forrit sem kosta samtals tæplega $377.79 eða tæplega 48 þúsund krónur miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Með því að ýta á meira má sjá forritin sem um eru í pakkanum, ásamt upprunalegu verði þeirra:

Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.

Með (frekar miklum) krókaleiðum þá geturðu samt sett upp og jailbreak-að Apple TV sem er uppsett með 4.4.4, ef þú ert með Windows uppsett á tölvunni þinni.

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.

Temple Run, einn af vinsælustu iOS leikjum allra tíma, er væntanlegur á Android 27. mars. Leikurinn hefur verið sóttur af fleiri en 40 milljón notendum í App Store, og Imangi Studios, sem eiga heiðurinn að þessum vinsæla leik, fannst tilvalið að búa til Android útgáfu af leiknum.

XBMC EDEN Beta 2Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur  með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.