
Sérfræðingar hjá UBM TechInsights gefa til kynna að varahlutir í 3. kynslóðar iPad með 4G gagnaflutningsneti og 16GB geymslumagni kosti $310, eða rúmar 39.000 kr. miðað við núverandi gengi. Þetta er aðeins hærra en forverar þeirra, en talið er að framleiðslukostnaður 1. kynslóðar af iPad með sama geymslumagni og 3G neti hafi verið $270, og $276 fyrir iPad 2.


Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.
Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.


Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.
![Google Maps uppfært í 6.4.0 [Android] Google Maps uppfært í 6.4.0 [Android]](http://einstein.is/media/2012/03/google-maps-640.jpg)