fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Billion Dollar Hippy er nýleg heimildarmynd sem BBC sýndi á dögunum, þar sem farið er yfir ævi Steve Jobs út frá myndskeiðum af honum og viðtölum við nokkra af samstarfsmönnum hans, þ.á m. Steve Wozniak.

Búið er að setja myndina inn á YouTube, en óvíst hversu lengi myndin verður þar inni, þannig að nýttu tækifærið og vistaðu myndina á tölvunni þinni áður en myndin verður tekin út.

iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.

Mac OS X LionHosts skráin er öflugt tól, og með henni er m.a. hægt að loka á tengingu tölvunnar þinnar við ákveðnar síður. Þetta hefur verið mikið notað af þeim sem jailbreak-a iOS tæki, þannig að Hosts skránni er breytt og lokað er á tengingu við vefþjóna Apple.

Gallinn er hins vegar sá, að ef þú hefur áður jailbreak-að iPhone eða iPad þá má vera að Hosts skráin geymir færslur, sem valda því að ekki er hægt að uppfæra tækin lengur, heldur gefi þér villuboð. Til að unnt sé að eða gera clean restore á áðurnefndum tækjum þá þarf að fjarlægja þessar færslur.

Ef þú vilt breyta Hosts skránni í Mac, hvort sem það er til að hjálpa þér við jailbreak eða af öðrum ástæðum þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Windows: Spybot Search & Destroy er eitt af grundvallarforritum sem hver Windows notandi ætti að vera með uppsett á tölvunni sinni. Forritið er létt í keyrslu, og hefur m.a. þann tilgang að finna og eyða njósnaforritum (e. Spyware) sem sett hafa verið upp á tölvunni án vitundar notandans.

Ekki fer mikið fyrir slíkum forritum, og þau eru almennt keyrð í bakgrunni án þess að notandinn verði var við þau, en slík forrit fylgjast með allri notkun á tölvunni og senda til utanaðkomandi aðila (t.d. greiðslukortaupplýsingar og aðgangsupplýsingum að tölvupósti o.fl.).

Almennt er mælt með því að maður reyni að forðast það eins og heitan eldinn að deila netfanginu sínu á almennri síðu á netinu.

Ef þú hins vegar þarft að deila netfangi þínu á netinu (t.d. ef þú ert að selja eða kaupa notaðar vörur á spjallvefjum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis og krafa er gerð um birtingu netfangs) þá er heldur hvimleitt að lenda í því að SPAM bottar finni netfangið manns og bæti því á 1000+ póstlista.

(Pop Quiz: Hversu margir ruslpóstar eru sendir út fyrir hvern sem er svarað? Svar í lok greinar)

Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan  býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.

Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.