Þessi leiðarvísir hefur ekki mikið gildi fyrir þá sem eiga iPhone 3GS, iPhone 4 eða iPhone 4S, en almennt þá…
Hér að neðan eru tenglar á gamlar hugbúnaðaruppfærslur af iOS stýrikerfinu frá Apple fyrir iPhone, iPad, iPod Touch og Apple TV 2.
Gamlar útgáfur geta reynst fólki nýtilegar, einkum og sér í lagi iPhone 3G eigendum sem eru með iOS 4 uppsett á símanum, en við uppfærslu í iOS 4 þá verður iPhone 3G talsvert hægari í vinnslu.
Að neðan finnið þið tengla í allar helstu uppfærslur á iOS.
Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.
Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.
Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.
Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.
Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.
Þrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.
Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.
Android: Ef þú átt Android síma, og ertu kominn inn á Google+ (fáðu boð hér ef þú ert ekki kominn…
Tæknirisinn Google ýtti nýlega úr vör Google+ (eða Google Plus), nýrri samskiptasíðu sem ætlað er að fara í beina samkeppni við Facebook.
Fáið boð hérna með því að setja netfangið ykkar í ummæli. Við mælum með því að nota Scr.im til að fela netfangið ykkar, og pósta þess í stað Scr.im URL-inu sem geymir netfangið.
Margir iPad eigendur hafa beðið í ofvæni eftir að geta jailbreak-að tækin sín. Sú bið er nú á enda, því @comex, sem er frægur fyrir fyrri jailbreak sín (Spirit og síðustu útgáfu af JailbreakMe) bjó til jailbreak sem hver sem er getur sett á iPad, iPhone 4, iPhone 3GS eða iPod Touch sem keyrir iOS 4.3.3.
Mac: Þótt að Dashboard-ið í Mac sé mjög sniðugt með sín Widgets, þá eru fjölmargir notendur sem hafa ekkert með það að gera. Með því að slá inn tvær línur í Terminal þá er hægt að slökkva endanlega á Dashboard.
iOS: Fyrir um það bil mánuði síðan þá gaf Naan Studio út nýtt forrit, Photofon, sem hefur þann tilgang einan að sýna þér myndir þeirra sem þú fylgir á Twitter deila. Fyrirtækið Naan Studio er einna þekktast fyrir að hafa gert hið geysivinsæla Twitter forrit Echofon, sem er til fyrir iPhone, Mac, Windows og Firefox.
Windows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.
Sumar greinar eru þannig úr garði gerðar að til að lesa alla greinina, þá þarf maður í rauninni að smella sig í gegnum hana ef svo má að orði komast, þar sem greinin skiptist sem skiptast niður í margar, lesandanum til mæðu.
PageZipper er lítið bookmarklet frá PrintWhatYouLike (einnig til sem Chrome eða Firefox viðbót), og bjargar þessu á svipstundu. Eina sem notandinn þarf að gera er að draga tengilinn að neðan í Bókamerki, smella á PageZipper, og þá hleður vafrinn næstu síðu, ýmist þegar maður skrunar niður eða smellir á þar til gerða hnappa sem birtast þegar maður smellir á Bookmarklet-ið.