Mac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.
Stöð 1 er ný íslensk sjónvarpsstöð, sem hóf göngu sína á síðasta ári (nánar tiltekið 29.okt 2010). Stöðin sýnir úrval kvikmynda allan sólarhringinn og er rekin fyrir auglýsingatekjur.
Tæknimenn stöðvarinnar hafa nú unnið þrekvirki, og öllum notendum Apple tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, gefst nú kostur á að horfa á útsendingu stöðvarinnar með sáraeinföldum hætti. Nóg er að fara inn á heimasíðu stöðvarinnar, stod1.is og smella á „Horfa á útsendingu“, sbr. mynd að neðan.
Þegar maður kynnir fólk fyrir Google, þá er það almennt út af Gmail þjónustunni þeirra, Google Calendar eða Google Reader. Ég er stundum spurður frá fólki sem notar aðrar þjónustur (einkum Hotmail) af hverju ég noti Gmail. Mitt svar við því, er að ég vissi raunar ekki sjálfur hversu óánægður ég var með Hotmail-ið mitt þangað til ég byrjaði að nota Gmail fyrir einum 6 árum. Hér koma 10 ástæður sem mæla með notkun Gmail.
iPad notendur (bæði iPad og iPad 2) geta sparað sér þó nokkurn tíma þegar þeir rita texta á iPadinn sinn…
Þessi færsla var síðast uppfærð 10. september 2020 Windows/Mac: Til að stofna bandarískan Apple aðgang þá þarftu að vera með…
Rétt í þessu voru að berast fregnir um að hugbúnaðarrisinn Microsoft hafi keypt Skype á 973 milljarða (8,5 milljarða dollara).…
Að neðan má sjá leiðbeiningar svo þú getir stofnað bandarískan PSN reikning. Hentugt er að vera með slíkan reikning svo þú getir getir nýtt þér þjónustur á borð við Netflix, Hulu Plus, Vudu Movies og Pandora í PlayStation 3. Hér er einmitt leiðarvísir um hvernig þú notar Netflix í PS3.
Einnig er almennt ágætt að vera með einn bandarískan PSN reikning (og einn breskan), því oft er úrval leikja í PlayStation Store mismunandi eftir því hvar notendur eru skráðir. Í sumum leikjum er líka nauðsynlegt að vera með breskan eða bandarískan reikning, og svo ég nefni dæmi, að þá er ekki hægt að spila á netinu í gegnum íslenskan PSN reikning í leikjum frá EA Sports.
Hægt er að fá íslenska stafi í iPhone, og öðrum iTækjum (iPad/iPod Touch) með mjög einföldum hætti. Til að fá íslenskt lyklaborð í tækjunum sínum þurfa notendur einfaldlega að fylgja þessum leiðarvísi skref fyrir skref:
Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.
Wisepilot Navigation er nýtt forrit frá Appello Systems sem breytir því. Íslandskortið er það sem gerir forritið að vænlegum kosti hérlendis, en eftirfarandi fídusar eru meðal þeirra sem forritið býður upp á:
Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki:
iPhone 3GS/4
iPad/iPad 2 og
iPod Touch 3G/4G.