Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.
Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.



Kvikmyndir og sjónvarpsefni í föstu formi eru á undanhaldi. Margmiðlunarspilarar á borð við Apple TV verða sífellt vinsælli, sem notaðir eru til að leigja stakar myndir (t.d. iTunes) eða þar sem maður borgar mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkað áhorf (t.d.