iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.
Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.
ATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella
Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.