iOS útgáfa 4.4.4. fyrir Apple TV er komin út. Útgáfan hefur ekki markverðar breytingar fyrir notendur í för með sér,…
Í gær kom 4.0 fastbúnaðaruppfærsla (e. firmware) af stýrikerfinu sem PlayStation 3 keyrir. Uppfærslan er liður í undirbúningi útgáfu á PlayStation Vita, arftaka PlayStation Portable handleikjatölvunnar.
Markmiðið með uppfærslunni er að gera PS3 að nokkurs konar miðstöð tónlistar og myndefnis, sem getur þá miðlað efni yfir á PS Vita.
Einnig verður hægt að:
Fyrir nokkrum vikum síðan þá var “Google Pages“ ýtt úr vör af samnefndu fyrirtæki, þannig að nú geta fyrirtæki og…
Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.
iOS 5, nýtt stýrikerfi fyrir iOS tæki var gefið út af Apple í dag, notendum tækjanna til mikillar ánægju. Til þess…
Það er fátt jafn tíðrætt í tækniheimum þessa daga og útgáfurdagur iPhone 5. Samkvæmt nýjustu heimildum þá er útgáfurdagurinn nú sagður vera í október á þessu ári. Það er fréttavefurinn AllThingsD sem kveður svo að orði, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Þetta gengur í berhögg við fyrri orðróma sem sögðu símann koma í septembermánuði.