Apple hefur gefið út Apple TV 5.3, og styður nú nokkrar nýjar þjónustur á Apple TV án þess að notendur þurfi að spila efni frá viðeigandi veitum með AirPlay.
Bandaríska myndveitan Netflix greindi frá því í gær að fyrirtækið væri með 29,17 milljón áskrifendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er því…
Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.
Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.
Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú…
XBMC 12.0 (eða XBMC Frodo) kom út fyrir rúmum mánuði, sem hafði í för með sér ýmsar nýjungar, t.d. betri AirPlay stuðning (hvort sem forritið er uppsett á t.d. Windows, Mac eða Apple TV), stuðning fyrir HD hljóð og margt fleira.
Þeir sem hafa ekki enn sett upp forritið í Apple TV geta gert það með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi:
AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra…
Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.
Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).