fbpx
Category

Samfélagsmiðlar

Category

Íslendingar þekkja það flestir að óska einhverjum til hamingju með annaðhvort nýjan fjölskyldumeðlim, prófgráðu, starf eða einhverjar breytingar og sjá svo fjöldann allan af tilkynningum (e. notifications) af því margir aðrir gerðu slíkt hið sama.

Fyrir stuttu síðan gerði Facebook notendum sínum kleift að hætta að fylgjast með slíkum færslum eftir að maður skrifar ummæli við færslu, og það er gert með svohljóðandi hætti:

Facebook - TwitterEf þú ert bæði á Twitter og Facebook, þá getur það verið dálítil handavinna að vera virkur á báðum miðlum. Til allrar hamingju þá er geturðu tengt Twitter reikninginn við Facebook, þannig að Twitter færslur þínar fara einnig á Facebook síðuna þína.

Til þess að fá Twitter og Facebook færslur saman í eina sæng skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple,  gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.

Fyrsta breytingin er sú að ef maður kýs að deila Instagram myndum sínum á Facebook, þá fara þær allar í sérstakt albúm „Instagram Photos“ eða mögulega „Instagram myndir“ ef maður er með Facebook á íslensku.