fbpx
Category

Windows

Category

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.

TeraCopyWindows: Að afrita skrár milli diska á Windows er ekkert grín, og þeir sem hafa segja ekki farir sínar sléttar af afritun gagna með Windows Explorer talar oft um Microsoft mínútur, sem á rætur að rekja til þess að 10 Microsoft mínútur jafngildi mögulega 15-20 raunmínútum.

Þá kynnum við til sögunnar TeraCopy, sem bindur enda á öll þessu vandamál.

Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu Axonic, sem sprautar sterum í klemmuspjald (e. clipboard) notandans, og sparar manni marga músarsmelli og skipti á milli forrita (klemmuspjald er staðurinn sem texti, myndir eða önnur gögn vistast, þegar þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C (eða Edit > Copy) í forritum).

Ef maður ætti að lýsa Click.to í örstuttu máli, þá er hljóðar hún þannig að ef þú notar Click.to þá þarftu einungis að afrita efni, en aldrei að líma það. Ctrl+V / Cmd+V er því flýtivísir (e. shortcut) sem þú munt ekki þurfa að nota lengur (nema í undantekningartilvikum til að afrita skrár á á harða disknum þínum).