fbpx
Tag

Android

Browsing

Galaxy S III

Í gær kynnti raftækjaframleiðandinn Samsung nýjan síma til sögunnar sem á að taka við keflinu af Galaxy S II. Síminn ber nafnið Galaxy S III (ekki bara Apple sem nenna ekki lengur að spá í nöfnum fyrir tækin sín), og er hlaðinn betri vélbúnaði en forveri sinn.

angry-birds-spaceAngry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður  verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.

NBA Jam Android

„He’s On Fire“, „Boom-Shakalaka“ „Altatude with an Attitude“.

Þessar tilvitnanir þekkja einhverjir, en þeir eru allar úr hinum sígilda leik NBA Jam frá Midway Games, sem kom fyrst í gömlu spilakassana árið 1993 við gríðarlegan fögnuð áhugamanna um tölvuleiki (þeir sem muna eftir Fredda og Spilatorgi hafa eflaust spreytt sig á leiknum þar).

19 árum síðar er leikurinn til á flestum stýrikerfum sem eru vinsæl í leikjasamfélaginu. iOS útgáfa af leiknum kom út í fyrra, og fyrir stuttu síðan leit Android útgáfa dagsins ljós.

Readability logoEftir útgáfu iOS forrits, þá eru Readability komnir með Android útgáfu af forritinu sínu.

Readability er forrit sem gerir notandanum kleift að taka frétt eða grein af vefsíðu, og sníða textann þannig að auðvelt er að lesa hann í snjallsíma, spjaldtölvu eða lestölvu (t.d. Kindle) hvort sem þú ert tengdur internetinu eða ekki.

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.

Temple Run, einn af vinsælustu iOS leikjum allra tíma, er væntanlegur á Android 27. mars. Leikurinn hefur verið sóttur af fleiri en 40 milljón notendum í App Store, og Imangi Studios, sem eiga heiðurinn að þessum vinsæla leik, fannst tilvalið að búa til Android útgáfu af leiknum.

Hið sívinsæla myndavélaforrit Instagram, er væntanlegt á Android. Forritið hefur átt góðu gengi að fagna, en á síðasta ári var það valdi stórfyrirtækið Apple Instagram forrit ársins í App Store. Kevin Systrom, forstjóri Instagram, greindi frá þessu á SXSW (South by Southwest) hátíðinni sem stendur nú yfir.

http://youtu.be/GdZxbmEHW7M

Android Market hefur þjónað notendum samnefndra tækja vel í gegnum tíðina, en heyrir nú sögunni til. Flestir vita af Android Market, en hingað til þá hefur tónlistar- og rafbókabúð Google ekki fest sig jafn tryggilega í vitund fólks. Google hyggst breyta því, en fyrirtækið ætlar nú að hafa þetta allt undir sama hatti, sem ber heitið Google Play.