fbpx
Tag

Apple TV

Browsing

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT:  XBMC styður nú Apple TV 5.2

Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.

Apple TV original

Ef þú átt fyrsta Apple TV spilarann frá Apple, þá hefurðu ef til vill ráfað hingað inn og farið með skeifu vegna þess að enginn jaibreak leiðarvísir er til fyrir fyrsta Apple TV spilarann. Nú er kominn tími á að við  bætum úr því. Því skaltu lesa áfram ef þú vilt framkvæma jailbreak á fyrstu kynslóð af Apple TV.

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.

Beamer er lítið forrit á Mac sem gerir manni kleift að spila nánast hvaða videoskrá sem er á Apple TV án nokkurra vandræða. Forritið gagnast annars vegar þeim sem eiga Apple TV 2 og hafa ekki framkvæmt jailbreak á tækinu (en ef þig langar að gera það þá geturðu fylgt leiðarvísi hér). Hins vegar þá er Beamer mjög nýtilegt fyrir þá sem eiga Apple TV 3 (einnig oft talað um tækið sem 3. kynslóð af Apple TV) sem styður 1080p upplausn, en þegar þetta er ritað þá er jailbreak ekki komið fyrir Apple TV 3.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Biðinni er lokið, það er komið untethered jailbreak er komið fyrir Apple TV 5.0.1. Þar sem að jailbreak fyrir iPhone, iPad og iPod touch helst jafnan í hendur við jailbreak á Apple TV, þá er nú komið untethered jailbreak komið fyrir Apple TV 5.0.1, en jailbreak fyrir áðurnefnd tæki var gefið út fyrir stuttu

Við bendum á að þetta jailbreak virka ekki fyrir Apple TV 3 sem kom á markað í mars síðastliðnum. Hér að neðan eru svo leiðbeiningar sem sýna hvernig jailbreak er framkvæmt.

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.