fbpx
Tag

Apple

Browsing

Billion Dollar Hippy er nýleg heimildarmynd sem BBC sýndi á dögunum, þar sem farið er yfir ævi Steve Jobs út frá myndskeiðum af honum og viðtölum við nokkra af samstarfsmönnum hans, þ.á m. Steve Wozniak.

Búið er að setja myndina inn á YouTube, en óvíst hversu lengi myndin verður þar inni, þannig að nýttu tækifærið og vistaðu myndina á tölvunni þinni áður en myndin verður tekin út.

Í gær gaf Skakkiturn ehf. (sem rekur Apple VAD á Íslandi í umboði Apple Inc.) út fréttatilkynning þess efnis að iPod nano spilarar, framleiddir og seldir tímabilið september 2005 – desember 2006 yrðu innkallaðir vegna galla á rafhlöðu.

Í þessu sambandi er vert að benda á að fyrsta kynslóð af iPod nano kom á markaðinn í september 2005, og í september 2006 kynnti Apple til sögunnar nýja kynslóð af iPod nano, þannig að ef þú átt fyrstu kynslóðar iPod nano, þá má segja að allar líkur séu á því að þinn iPod falli undir þetta. Fréttatilkynninguna má sjá að neðan:

Mac OS X LionMac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.

Mac OS X LionMac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.