Billion Dollar Hippy er nýleg heimildarmynd sem BBC sýndi á dögunum, þar sem farið er yfir ævi Steve Jobs út frá myndskeiðum af honum og viðtölum við nokkra af samstarfsmönnum hans, þ.á m. Steve Wozniak.
Búið er að setja myndina inn á YouTube, en óvíst hversu lengi myndin verður þar inni, þannig að nýttu tækifærið og vistaðu myndina á tölvunni þinni áður en myndin verður tekin út.

Þrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.
