fbpx
Tag

iPhone

Browsing

iPhoneEf þú ert svo skjálfhentur að þú nærð aldrei góðri mynd, eða vilt geta tekið fjarstýrðar myndir, þá geta heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum komið að gagni. Ef þú ert með iOS 5 uppsett á iPhone, iPad eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu einfaldlega tengt heyrnartólin þín og notað hækka takkann (e. volume up) til að smella af mynd þegar þú ert í Camera forritinu.

Google+ 2.0

Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).

Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.

iphoneattFráþví 8. apríl síðastliðinn, þá er hægt að opna (einnig oft talað um þetta sem aflæsingu) iPhone síma sem eru læstir á símkerfi AT&T í Bandaríkjunum.

Með því fylgja leiðbeiningunum að neðan, þá getur þú verið með opinn iPhone síma, sem er laus við allt vesen. Það þýðir að mögulegt verður að uppfæra og restore-a símann hvenær sem er án nokkurra vandræða.

Cydia logo - 150x150Ef þú átt aflæstan iPhone síma (sjá grein um muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) og uppfærðir í iOS 5 til að geta nýtt þér iMessage, Notification Center og fleiri nýjungar, þá er heldur leiðinlegt að horfa upp á farsímanetið kikna í hnjánum þegar þú ætlar að nota staðsetningarþjónustu í forritum á borð við Facebook, FourSquare, Google Maps o.fl.

Lausnin við þessu er í þessum litla leiðarvísi að neðan:

angry-birds-spaceAngry Birds Space frá Rovio kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows. Nýi leikurinn verður  verður ef til vill með óhefðbundnu sniði, enda er leikvöllurinn ekki lengur plánetan jörð, heldur geimurinn þar sem engu andrúmslofti er til að dreifa, auk þess sem þyngdarlögmál Newtons er virt að vettugi.

iPhoneFólk getur setið uppi með læstan iPhone síma af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna flutninga eða óprúttins sölumanns í búð.

Ef iPhone síminn þinn er með ákveðna útgáfu af modem firmware, sem í daglegu tali kallast baseband, þá geturðu aflæst símanum eftir að þú framkvæmir jailbreak á honum.

En til að aflæsa símanum, þá þarftu fyrst þarftu að komast að því hvaða baseband útgáfa er á honum.

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

Margir iða af spenningi yfir fréttum af því hvenær næsta kynslóð af iPhone komi út (sem mun ekki verða kallaður iPhone 5 hér, miðað við allt iPad 2S / iPad 3 / iPad HD fíaskóið, sem var svo kallaður the new iPad).

Nýjustu heimildir fregna að síminn komi ekki í sumar, heldur næsta haust, með hugsanlegan útgáfudag í september eða október. Allar kynslóðir af iPhone símum hafa komið á markað að sumri til, en það breyttist með iPhone 4S sem var kynntur í október 2011, og fór í sölu mánuði síðar.

Sparrow iPhone

Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.

Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.