Apple hefur gefið út uppfærslu fyrir Mavericks, sem er nú komin í útgáfu 10.9.2. Með uppfærslunni eru ýmsar villur lagaðar, m.a. villur varðandi galla í SSL tengingum notenda sem var lagaður með uppfærslunni.
Nýtt ár, nýr ævintýri. Á þessu herrans ári 2014 þá ætlum við að byrja með nýjan lið hérna á Einstein.is (og jafnvel endurvekja gamla liði). Forrit dagsins er þar á meðal, þar sem við munum gera valinkunnum forritum hátt undir höfði og kynna þau fyrir lesendum.
Ef þú ert að nota Airport Extreme með ljósleiðaranum þínum, þá má vera að þú þurfir að opna port til að auðvelda spilun leikja eða notkun ákveðinna forrita. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að fara yfir þetta ferli með ykkur.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple var með viðburð fyrr í dag þar sem fyrirtækið kynnti nýjar vörur, nýtt stýrikerfi og nýjan hugbúnað.
WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS og Mac OS X stýrikerfanna, sem áætlað er að komi á næstu mánuðum, auk þess sem orðrómar undanfarna mánuði verða ýmist staðfestir eða þeim hafnað.
Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.
Ef þú ert að vinna með eitthvað skjal sem þú vilt deila með vinkonu eða ættingja, en vilt ekki að hver sem er geti verið að hnýsast í skjalið, þá getur verið heppilegt að læsa skjalinu með lykilorði.
Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.
Áhyggjuefni margra nýrra Mac fartölvueigenda er vöntun á Delete hnappinum (sem eyðir til hægri en ekki vinstri) sem er almennt til staðar á PC tölvum.
Mac: Quicksilver er eitt af svokölluðum ræsiforritum (e. application launchers) fyrir Mac og gerir manni kleift að opna forrit, stjórna iTunes, framkvæma Terminal skipanir og margt fleira á svipstundu.
System Preferences stillingargluggann þekkja allir eigendur Apple tölva, svo fremi sem þeir vilja breyta um skjámynd, upplausn, tengja Bluetooth tæki o.fl.
Það getur stundum verið pirrandi þegar maður er lengi að komast í sínar stillingar, vegna þess að í glugganum er aragrúi af stillingum sem maður skoðar aldrei. Gott dæmi um það er Mouse hjá fartölvueigendum og Trackpad hjá flestum borðtölvueigendum (flestum vegna þess að sumir nota Magic Trackpad í borðtölvum).