fbpx
Tag

Mac

Browsing

Mac OS X LionHosts skráin er öflugt tól, og með henni er m.a. hægt að loka á tengingu tölvunnar þinnar við ákveðnar síður. Þetta hefur verið mikið notað af þeim sem jailbreak-a iOS tæki, þannig að Hosts skránni er breytt og lokað er á tengingu við vefþjóna Apple.

Gallinn er hins vegar sá, að ef þú hefur áður jailbreak-að iPhone eða iPad þá má vera að Hosts skráin geymir færslur, sem valda því að ekki er hægt að uppfæra tækin lengur, heldur gefi þér villuboð. Til að unnt sé að eða gera clean restore á áðurnefndum tækjum þá þarf að fjarlægja þessar færslur.

Ef þú vilt breyta Hosts skránni í Mac, hvort sem það er til að hjálpa þér við jailbreak eða af öðrum ástæðum þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

CCleanerWindows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.

Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).

Mac OS X LionMac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.

Mac OS X LionMac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.

„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

DropboxÞarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar:

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.