fbpx
Tag

Netflix á Íslandi

Browsing

Nú er Netflix á Fróni

Undanfarna daga hefur streymiveitan Netflix verið mikið í umræðunni hérlendis, einkum og sér í lagi eftir að fjarskiptafyrirtækið Tal fór að bjóða upp á lúxusnetið (sem fyrirtækið auglýsir m.a. á þessum vef). Þessi deila er nokkuð einkennileg, og að mörgu leyti skemmtileg.

Arrested Development - Sería 4

Fjórða sería af gamanþáttunum Arrested Development kom nýlega á Netflix, eins og flestum er kunnugt um. Nú hafa þau gleðitíðindi borist að mjög fáir hafi halað seríunni niður eftir að hún var gefin út.

Ástæðan er einföld: Netflix er svo ódýrt og þægilegt að fólk kýs frekar að borga fyrir efnið heldur en að halda því niður.

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.

Kevin Spacey - House of Cards

Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).

Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.