Það getur verið þægilegt að skreppa á næsta kaffihús, grípa tölvuna með og sinna einhverju verkefni í vinnu/skóla. En af…
Stundum er maður í þeirri stöðu að vilja senda vini eða ættingja einhverja skrá, sem er ýmist of stór fyrir tölvupóst, eða þá að forðast að senda skrána í gegnum vefþjóna samskiptaforrita þannig að niðurhal skrárinnar teljist sem erlent niðurhal.
Ef þú ert Kindle eigandi, en fannst leiðarvísir okkar um hvernig maður setur ePub bækur yfir á Kindle dálítið yfirþyrmandi, þá gæti vefsíða vikunnar verið þér að skapi.
Eftir að maður hefur pantað flugfar til útlanda þá er mesti höfuðverkurinn eftir, hótelgistingin. Hótelið sem gist er á þarf helst að vera fjögurra stjörnu eða meira, nálægt helstu kennileitum og/eða verslunargötum, og kosta minna en 50 dali nóttin… já, maður má láta sig dreyma.
Hotwire reynir að hjálpa hverjum þeim sem er í þessum vanda, með því að bjóða upp á hótelgistingu á lægra verði en gengur og gerist.
Camera Showdown er nýr vefur sem gerir manni kleift að bera saman myndavélar, ekki með tæknilegar upplýsingar að vopni, heldur út frá myndum sem teknar hafa verið á vélunum.
Langar þig að léttast um nokkur kíló? Viltu fá ábendingar um skemmtilegar (og jafnvel hollar) uppskriftir? Ertu orðinn leið/leiður á því að borða brauð með smjöri, osti og skinku fimmta daginn í röð?
Ef svarið við einhverri af ofangreindum spurningum er játandi, þá skaltu kíkja á vefsíðu vikunnar.
Project Gutenberg er heljarinnar rafbókasafn og geymir safn meira en 42.000 rafbóka, sem eigendur iPad, Kindle, Android spjaldtölva o.s.frv. geta nýtt sér til að fylla tæki sín af bókum fyrir næstu bústaðaferð.
WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.
Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.
Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:
Ef þig langar í nýja skjámynd fyrir símann þinn, spjaldtölvuna, tölvuna (og m.a.s. sjónvarpið), þá er InterfaceLIFT síða sem þú ættir að vita af. Vefurinn býður upp á fjölbreytt úrval af skjámyndum, með afmarkaða flokka fyrir Android, iOS tæki og margt fleira
Þessa vikuna er friðhelgi á samfélagsmiðlun okkur ofarlega í huga og af því tilefni er WeKnowWhatYoureDoing vefsíða vikunnar að þessu sinni.
Hefur þú fengið leið á iTunes tónlistarsafninu þínu? Jafnvel þótt það innihaldi 10-20 þúsund lög? Ef svo er, þá skaltu kíkja á Beathound.