fbpx
Tag

vefsíða vikunnar

Browsing

Vefsíða vikunnar - Old Apps

Ef nýjasta útgáfan af iTunes eða öðru ókeypis forriti er ekki þér að skapi, þá eru góð ráð dýr. Oftast nær er einungis hægt að ná í nýjustu útgáfu forritsins hverju sinni, sem er ansi fúlt þegar notendur eru mun sáttari með gömlu útgáfuna heldur en þá nýju.

Þegar Google+ kom á sjónarsviðið fyrir liðlega átta mánuðum, þá kynntu þeir til sögunnar nýtt kerfi til að stjórna vinalistum með svokölluðum hringjum (e. Google Circles). Með hringjunum þá er auðveldara fyrir notendur að skrifa stöðuinnlegg sem einungis er beint að ákveðnum hópi fólks.

„Hæg norðlæg átt, skýjað með köflum. Hægviðri og birtir til í nótt en vaxandi suðaustanátt 8-13 m/s í fyrramálið.“

Sumir vilja ekki ítarlegar veðurfréttir eins og reifaðar voru að ofan, heldur einungis upplýsingar um hitastig og úrkomu, m.ö.o. hvort og hversu þykk yfirhöfn þörf er á ef farið er í einhvern leiðangur.

IKEA Hackers Alþjóða verslunarkeðjuna IKEA þekkja allir húsgagnakaupendur. Verslunin stærir sig af því að búa til stílhrein húsgögn á viðráðanlegu verði, og nýtur almennt vinsælda meðal viðskiptavina sinna, bæði hérlendis og erlendis.

Einn galli er þó við IKEA, sem er sá að sökum vinsælda búðarinnar þá þekkja flestir það lúxus vandamál að fara í heimsókn til vinar eða ættingja, og sjá þar húsgögnin sem maður keypti í liðinni viku. Fyrir vikið eru húsgögnin ekki jafn einstök og eins og ef maður kaupir sófaborðið sitt erlendis eða í dýrari húsgagnabúðum hérlendis.

Almennt er talið hver einstaklingur þurfi 8 tíma svefn á degi hverjum, til þess að hann hámarki getu og virkni í starfi og leik. Nýjar rannsóknir hafa svo leitt í ljós að þetta sé einstaklingsbundið, þannig að sumir einstaklingar þurfi minna eða meira en 8 tíma svefn á sólarhring á meðan aðrir þurfa 8 tíma svefn.

Vefsíðan Sleepyti.me (tengill neðst) miðar að því að hjálpa manni að vakna, hvort sem maður þarf að vakna eftir 3 tíma eða 9 tíma, án og markmiðið er að með notkun síðunnar að maður vakni ekki þreyttur eða önugur (þótt maður verði eflaust þreyttur þegar líður á daginn ef maður tekur einungis 2-3 tíma svefn)