fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Spotify Ísland

Tvær stærstu tónlistarveitur heimsins með áskriftarmódel eru nú í boði á Íslandi, en þjónusturnar sem um ræðir eru Spotify og Rdio.

Báðar þjónusturnar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst vegna þess að þær bjóða notendum sínum upp á að vista lög og spila þau offline, þ.e. þegar notandinn er ekki nettengdur, en sá möguleiki hefur mikið að segja við val notenda á tónlistarþjónustum.

Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.

Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Apple TV

Apple TV hefur notið talsverðra vinsælda hérlendis, bæði vegna þess að hægt er að horfa á Netflix og Hulu Plus, og einnig því almennt hefur verið nokkuð auðvelt að framkvæma jailbreak á tækinu.

Með því að framkvæma jailbreak þá geta notendur sett upp hugbúnað sem Apple lætur ekki fylgja með spilaranum, og bera þar hæst margmiðlunarforritin XBMC og Plex, sem gera fólki kleift að horfa á myndbönd úr tölvunum sínum, horfa á efni úr Sarpinum hjá RÚV og margt fleira.

Pomodoro aðferðin Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.