
Tvær stærstu tónlistarveitur heimsins með áskriftarmódel eru nú í boði á Íslandi, en þjónusturnar sem um ræðir eru Spotify og Rdio.
Báðar þjónusturnar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst vegna þess að þær bjóða notendum sínum upp á að vista lög og spila þau offline, þ.e. þegar notandinn er ekki nettengdur, en sá möguleiki hefur mikið að segja við val notenda á tónlistarþjónustum.
Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining efndu nýlega til samkeppni um besta appið sem nýtir Íslendingabók frá Íslenskri erfðagreiningum með einum eða öðrum hætti.


Google Chrome vafrinn fyrir iOS fékk hressa uppfærslu í gær, en með uppfærslunni er nú hægt að skoða vefsíður í fullum skjá (e. full screen) á iPhone og iPod touch. Tækjastikan birtist þá notendum þegar þeir skruna (e. scroll) niður með fingrinum.

Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.


