fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Pokki - Windows 8

Microsoft boðaði miklar breytingar með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kom út á síðasta ári. Helsta breytingin er án efa sú að stýrikerfið styður tvö viðmót, þ.e. Desktop og Metro. Desktop viðmótið er fyrir hefðbundnar tölvur en Metro viðmótið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Helsta nýjungin fyrir tölvunotendur sem nota Desktop viðmótið er brotthvarf Start hnappsins sem var kynntur til sögunnar með Windows 95, og hefði komist á fjárræðisaldur á þessu ári.

Það vakti hörð viðbrögð notenda þegar Instagram kynnti nýja skilmála fyrir skömmu síðan (sem þeir drógu síðan til baka). Sumir færðu sig yfir á aðrar þjónustur (eins og Flickr), og aðrir hættu á Instagram.

Svo virðist sem að margir hafi ekki látið þetta á sig fá því fyrirtækið greindi nýverið frá því að Instagram væri nú með 90 milljón virka notendur, sem senda inn 40 milljón myndir daglega.

Temple Run 2 - Gameplay

Framhald af hinum vinsæla Temple Run frá Imagi Studios er kominn í App Store fyrir iPhone, iPad og iPod touch.

Tilgangur leiksins er sá sami, þ.e. að hlaupa undan skrímslinu sem reynir að ná þér og safna pening í leiðinni. Hljómar ekki spennandi, en leikurinn er tilvalinn til að láta nokkrar mínútur líða eins og sekúndur ef röðin í bankanum er aðeins of löng fyrir þinn smekk.

Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.

Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).

Facebook - Mark Zuckerberg

Fyrir stuttu síðan boðaði samfélagsmiðilinn Facebook til blaðamannafundar á dögunum mun hefjast hvað úr hverju, eða kl. 18:00 að íslenskum tíma. Margir hafa beðið fundarins með mikilli eftirvæntingu.

Sem fyrr, þá birtum við þá birtum við að neðan beina textalýsingu í boði vefmiðilsins Mashable í stað þess að vera með live-blog af live bloggi.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.