Hið sívinsæla myndavélaforrit Instagram, er væntanlegt á Android. Forritið hefur átt góðu gengi að fagna, en á síðasta ári var það valdi stórfyrirtækið Apple Instagram forrit ársins í App Store. Kevin Systrom, forstjóri Instagram, greindi frá þessu á SXSW (South by Southwest) hátíðinni sem stendur nú yfir.
Ef þú ert í tímaþröng, átt ekki straujárn, eða vilt fara ótroðnar slóðir til að ná krumpum úr fatnaði, þá eru til nokkur ráð sem gætu komið þér til bjargar.
Að neðan koma fimm góð húsráð til að ná krumpum úr fatnaði, ef straujárn er ekki til staðar.
http://youtu.be/DJxZ0HVQXo8
Í kjölfar kynningarinnar í gær, þá hefur Apple sent frá sér iPad auglýsingu, þar sem áhersla er lögð á Retina skjáinn, en nýi iPadinn er með 2048×1536 skjáupplausn, á meðan iPad 2 er með 1024×768 skjáupplausn.
Stríðið milli Apple og Samsung heldur áfram. Undanfarin 5 ár hefur Apple varla minnst einu orði á önnur fyrirtæki í viðburðum sínum. Það breyttist í gær þegar Tim Cook lagði áherslu á að hvernig sum iOS forrit væru sniðin með iPadinn í huga, en þá kvað hann forrit keppinautanna vera heldur ljót, og tók Samsung spjaldtölvuna sem dæmi.
http://youtu.be/wpGJIAHOfzY
Undir vissum kringumstæðum, þá getur verið þægilegt að vista vefsíðurnar urðu á vegi þínum í nethringnum, og skoða þær síðar, t.d. ef þú sérð fram á að verða netlaus næstu daga eða eitthvað álíka.
MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team, greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).
Á Apple kynningunni í gær kom fram að iPadinn kemur í verslanir 16. mars í völdum löndum, og viku síðar, eða 23. mars hefst sala á honum í fleiri löndum, þ.á m. Íslandi.
Margmiðlunarspilarar á borð við Apple TV, Boxee Box, WD TV Live njóta mikilla vinsælda meðal fólks sem horfir sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem það hefur sankað að sér. Sumir notast enn við hefðbundnir sjónvarpsflakkara frá TViX eða Argosy. Einhverjir horfa þó mestmegnis á myndefni á sjálfri tölvunni, eða þá með tölvuna tengda við sjónvarp. Myndin að neðan er tileinkuð þeim.
Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.
Nýr iPad var kynntur í gær, ásamt nýju Apple TV, iOS 5.1 og iPhoto fyrir iPad. Að neðan má sjá myndir sem Apple sendi frá sér í tengslum við nýja iPadinn. Í myndaalbúminu er iPhoto fyrir iPad gert hátt undir höfði, en markmiðið með því er að einstaklingar þurfi ekki að notast við tölvu til að lagfæra og breyta myndum lítillega.