Í ljósi aukinna vinsælda Chrome netvafrans frá Google þá hefur fyrirtækið ákveðið að efna til keppni fyrir snjalla tölvuhakkara. Markmið keppninnar fyrir téða hakkara er að finna öryggisvillur (e. exploits) í vafranum og greina frá þeim. Verðlaunafé nemur samtals einni milljón dollara, eða rúmlega 125 milljónum króna, sem skiptist jafnt niður á þátttakendur.
Í dag, 29. febrúar, er síðasta tækifærið til að eyða öllum gögnum úr leitarsögu þinni h á Google reikningi þínum, en á morgun mun ný friðhelgisstefna (e. privacy policy) hjá fyrirtækinu taka gildi.
Þrálátir orðrómar um útgáfu nýrrar iPad spjaldtölvu frá Apple hafa nú verið staðfestir, en Apple hefur boðað til blaðamannafundar miðvikudaginn 7.mars kl. 18:00 að íslenskum tíma. Með boði á fundinn fylgdi eftirfarandi mynd, þar sem Apple kveðst vera með eitthvað sem heimurinn þurfi að sjá, og snerta. Er þar átt við nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni.
Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.
iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.
iOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í háar fjárhæðir þegar maður er að spreða í forrit í prófunarskyni, eða í leiki sem maður spilar í 2-3 daga og svo ekki söguna meir.
Víða um heim þá bjóða háskólar upp á hugbúnað á lægra verði en í smásölu. Háskólinn í Reykjavík hefur staðið sig einna best af því er íslenska háskóla varðar, en nemendur skólans geta nú keypt Office pakkann og Windows 7 stýrikerfið frá Micrsoft á hlægilega lágu verði.
Það gerast alltaf öðru hverju að íslenskir ferðamenn ætla að gera kjarakaup á ferðalögum sínum erlendis og sitja uppi með læsta síma. Í kjölfarið koma inn fyrirspurnir um hvernig hægt sé að aflæsa slíkum læstum símum.
Hugbúnaðaraflæsing á iPhone 4 hefur ekki verið möguleg síðan í september 2010, eða eftir að iOS 4.1 var gefið út. Síðan þá hefur eina leiðin til að aflæsa slíkum símum verið vélbúnaðaraflæsing.
Jailbreak: Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.
895 milljón einstaklingar nota Facebook mánaðarlega. Twitter er með u.þ.b. 11% af virkum notendum, eða 100 milljón, og Google+ rekur lestina af þremur stærstu samfélagsmiðlunum með u.þ.b. 90 milljón notendur.
Fyrirtækið Beyond framkvæmdi á dögunum markaðsrannsókn, þar sem markmiðið var að skoða hvernig fólk deilir efni á netinu, og einnig hvers konar efni fólk er að deila.
Tæpt ár síðan Rovio gaf út Angry Birds Rio kom út á iOS og Android, en mikil eftirspurn er ávallt meðal Angry Birds notenda eftir nýjum leik, þar sem að Angry Birds leikirnir eru þannig úr garði gerðir að þegar notandinn klárar leikinn, þá er spilun leiksins að mestu lokið.