Einhverjir þekkja það eflaust að sjá einhverja sniðuga vöru á netinu, og vilja gefa í tækifærisgjöf, en varan er ekki seld á Íslandi (t.d. Clocky vekjaraklukkan sem sér til þess að þú snooze-ar aldrei). Ef þú vilt fá meira úrval þegar þú kaupir gjafir, mögulega spara nokkra þúsundkalla, og auðvelda þér jólagjafakaupin almennt, þá er þjónustan sem MyUS býður upp á eitthvað sem þú mættir skoða.
MyUS er þjónusta sem sérhæfir sig í að taka á móti pökkum og senda þá áfram til notenda þjónustunnar. Við skráningu er þér úthlutað heimilisfangi (líkt og hjá ShopUSA) sem þú notar þegar þú pantar hluti af netinu. Þegar pakki (eða pakkar) koma í pósthólfið þitt, þá færðu tilkynningu um það í tölvupósti.