fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Einhverjir þekkja það eflaust að sjá einhverja sniðuga vöru á netinu, og vilja gefa í tækifærisgjöf, en varan er ekki seld á Íslandi (t.d. Clocky vekjaraklukkan sem sér til þess að þú snooze-ar aldrei). Ef þú vilt fá meira úrval þegar þú kaupir gjafir, mögulega spara nokkra þúsundkalla, og auðvelda þér jólagjafakaupin almennt, þá er þjónustan sem MyUS býður upp á eitthvað sem þú mættir skoða.

MyUS er þjónusta sem sérhæfir sig í að taka á móti pökkum og senda þá áfram til notenda þjónustunnar. Við skráningu er þér úthlutað heimilisfangi (líkt og hjá ShopUSA) sem þú notar þegar þú pantar hluti af netinu. Þegar pakki (eða pakkar) koma í pósthólfið þitt, þá færðu tilkynningu um það í tölvupósti.

Hvað tölvupóstþjónustu mælum við með? Gmail. Gmail og aftur  Gmail. Af hverju? Hérna eru 10 ástæður.

Gmail Labs, eða „Tilraunir“, eins og Google kallar það í íslensku útgáfunni af Gmail, eru eiginleikar sem eru á prófunarstigi hjá Google, sem notendum gefst kostur á að prófa áður en þeim er hent út, eða eru innlimaðir í kerfið endanlega.

Til að virkja Gmail Labs (Tilraunir) þá skaltu fara í Mail Settings og velja flipann sem er merktur „Tilraunir“. Hérna koma tillögur að nokkrum sem vert er að virkja.

Nýr liður er að byrja hér á síðunni, sem heitir Vefsíða vikunnar, þar sem ein síða verður kynnt í hverri viku sem getur nýst notendum við leik og störf. Reynt er að komast hjá því að nefna síður sem eru komnar í nethringinn hjá notendum (eins og mbl, vísir, flickmylife o.s.frv.) heldur er frekar miðað við oft nokkur sértækar síður.

DropboxWindows og Dropbox: „Ýta á PrintScr. Fara í Start > All Programs > Accessories > Paint og smella á Edit > Paste (Ctrl+V). Vista mynd, bæta við sem viðhengi. Senda“. Þetta kom skýrlega fram í  leiðarvísi fyrr í vikunni um hvernig maður tekur skjáskot. Ef maður vill taka skjáskot og koma því frá sér til vina eða vandamanna þá tekur þessi aðferð lengri tíma en hún gæti tekið. Ef þú ert Dropbox notandi þá er til lausn við þessu sem einfaldar þetta ferli til muna (og ef þú ert ekki Dropbox notandi, þá skaltu kynna þér Dropbox, því Dropbox er æði).

Firefox: Ég nota Google Chrome í daglegu lífi, og er mjög sáttur með það. Fyrir utan eitt. Eitt sem ég sakna úr Firefox, og það er DownThemAll. Fyrir mér er DownThemAll viðbótin sem fær mig alltaf til að fara aftur í Firefox endrum og sinnum. DownThemAll er viðbót fyrir Firefox, sem gerir notendum kleift að nýta internettenginguna til fulls (takmarkast auðvitað annars vegar af hraða á tengingu og hraða á vefþjóni) og meira til.

Samsung og Apple hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman, en Apple stendur nú í málaferlum við Samsung varðandi útlit og hönnun á Samsung Galaxy Tab, en Apple kveður fyrrnefnda tækið vera svo líkt iPad í útliti að erfitt sé fyrir leikmann að sjá muninn á þeim.

Nú skal ósagt látið hvort Samsung hafi gert þessa auglýsingu með það fyrir augum að koma höggi á Apple, en í auglýsingunni er gert góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða margar klukkustundir í biðröð eftir einni vöru, og leggja áherslu á hversu auðvelt það er að verða sér úti um Samsung síma.

Windows/Linux: Það kannast flestir við ferlið að fá nýja tölvu, að þurfa að ná í Firefox, Skype, iTunes og þessi helstu forrit. Svo þegar á reynir þá gleymdirðu að setja upp Flash, þannig að þegar þú ætlar að horfa á eitt lítið myndband áður en þú ferð út úr húsi þá þarftu að setja upp loka vafranum til að setja upp Adobe Flash.

Ninite leysir þetta vandamál, með því að búa til eitt stórt uppsetningarforrit þannig að þú getur sett upp öll þau forrit sem þig grunar að þú munir nota (og fleiri til) án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli að sækja eitt forrit, endurræsa tölvuna sækja annað o.s.frv.