
Okkur berast reglulega fyrirspurnir varðandi hátt verðlag á iPhone hérlendis, sem eru oftast eitthvað á þessa leið:
[pl_blockquote cite=“Reiður lesandi“]Hvaða rugl er það að iPhone kosti 83 þúsund krónur í Boston en 150 þúsund kall á Íslandi? Þetta er bara hreinasta okur![/pl_blockquote]
Rannsóknarstofa Einstein.is hélt því í mikla sannleiksleit, til að leita skýringa á iPhone verðlagi hérlendis.

Hraðasta internetið sem er í boði á Íslandi í dag er ýmist yfir ljósleiðara eða svokallað ljósnet. Frá árinu 2005 hefur Gagnaveita Reykjavíkur byggt upp og rekið ljósleiðaranet undir merkinu ljósleiðarinn.
