
Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.
